Samanbrjótanlegi hjólahjálmurinn

Closca Fuga hjálmurinn samanstendur af 3 hreyfanlegum sammiðjuðum hringjum sem festir eru þannig saman að þeir geta myndað 2 stöðug form. Einstök hönnun minnkar rúmmál hjálmsins um meira en 50% eftir að hann er brotinn saman og verður þá sem bók og því auðvelt að koma honum fyrir í tösku eða bakpoka

Mjög öruggur

CPSC & EN1078 alþjóðlegir öryggisstaðlar

Við hönnun Closca Fuga var það haft að leiðarljósi að hjálmurinn yrði bæði fallegur og þægilegur, en umfram allt að hann yrði mjög öruggur.

Hjálmurinn helst læstur og óbreytanlegur þegar hann situr á höfði, en legst auðveldlega saman á augabragði þegar hann er ekki í notkun og minnka þá um 50% í rúmmáli sem auðveldar geymslu. Í notkunarstöðu virka hann sem hver annar hjálmur framleiddur samkvæmt ítrustu kröfum alþjóðlegra öryggisstaðla.

Hjálmarnir eru með tveggja ára ábyrgð

Framúrskarandi hönnun

Hönnunarferli Closca Fuga var skipulagt í þaula, teknar voru með í reikninginn ábendingar frá stórum hópi hjólreiðamanna sem nota hjólin sín og hjálma daglega.

  • Innra lagið er gert úr sterku trefjagleri, EPS og PC til þess að ná fram bestu mögulegu höggvörn með sem þynnstu efni.
  • Byltingakennt vel hannað umloftunarkerfi með földum loftlokum er á hjálmunum. Auk þess sem grátt sólder fylgir hverjum hjálmi.
  • Hjálmurinn er hannaður samkvæmt „plug and play“ hugmyndafræði. Festingar eru teygjanlegar, þægilegar að stilla og umfram allt öruggar.


Einfaldleiki og falleg hönnun

Þegar CuldeSac hönnuður hjálmsins ásamt aðstoðarfólki sínu hönnuðu Closca FUGA, horfðu þau aðalega til þeirra sem nota hjólin sín fremur en önnur farartækja og velja það að líta vel út. Að vera með hjálm hjólandi í vinnuna í gegnum borgina var þeirra tækifæri til að búa til nýja vöru sem myndi breyta þessum öryggisbúnaði í framúrskarandi tískuvöru.

Árangurinn varð einfaldleiki, fáguð og falleg hönnun sem gæti orðið partur af þínum stíl.

Closca vöruúrval

FRÍ HEIMSENDING

Ef þú verslar fyrir 7.000 kr. eða meira færðu fría heimsendingu

Ertu með spurningu?

Ekki hika við að senda á okkur skilaboð

Skilaréttur

14 daga skilaréttur er á öllum okkar vörum